Keflavík vann Gróttu í bikarnum – Grindavík áfram eftir vítaspyrnukeppni
Keflvíkingar unnu góðan sigur á Gróttu í Mjólkurbikar kvenna í knattspyrnu í dag. Alma Rós Magnúsdóttir skoraði fyrsta mark Keflvíkinga á 11. mínútu og Melanie Claire Rendeiro tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks (38’).
Gróttukonur minnkuðu muninn á 55. mínútu með marki úr vítaspyrnu en Saorla Lorraine Miller innsiglaði sigur Keflavíkur á 89. mínútu.
Grindvíkingar tóku á móti Skagakonum í Safamýri og það var Tinna Hrönn Einarsdóttir sem kom Grindvíkingum tvívegis yfir (41’ og 79’) en ÍA jafnaði í bæði skiptin. Eftir markalausa framlengingu þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni og þar skoruðu heimakonur fjögur mörg en gestirnir aðeins þrjú.
Bæði Keflavík og Grindavík eru því komin í átta liða úrslit bikarkeppni KSÍ.
Mjólkurbikar kvenna:
Grótta - Keflavík 1-3
(Alma Rós Magnúsdóttir 11’, Melanie Claire Rendeiro 38’ og Saorla Lorraine Miller 89’)
Grindavík - ÍA 2-2 (vítaspyrnukeppni 4-3)
(Tinna Hrönn Einarsdóttir 41’ og 79’)